Lýsing á forpöntun á MG4 Electric
Nú er búið að opna fyrir forpantanir á nýjum MG4 Electric með 64 kWh rafhlöðu og 7 litum á ytra byrði:
- MG4 Electric er algjörlega rafknúinn fólksbíll sem er 4279 mm langur, 1830 mm breiður og 1507 mm hár.
- MG4 Electric Long Range er búinn 64 kWh rafhlöðu. Með henni fæst allt að 450 km drægi samkvæmt WLTP-prófunum.
- Frekari tæknilýsingar verða birtar opinberlega á frumsýningarviðburðinum í Evrópu í september.
Hvernig skal leggja inn forpöntun:
Eftirfarandi grunnupplýsingar um forpöntunarferlið eru birtar á viðeigandi MG-vefsvæðum. Rétt er að biðja viðurkennda söluaðila/dreifingaraðila MG um að fella ferlisupplýsingarnar inn í eigin viðskiptaferli og uppfylla kröfurnar sem lýst er.
- Hægt er að senda inn forpöntunarbeiðnir í gegnum vefsvæði MG (www.mgmotor.is) og gera samning um forpöntun við viðurkenndan söluaðila MG að vali viðskiptavinar. Þá mun viðurkenndur MG-söluaðili hafa samband við viðskiptavini með því að nota upplýsingarnar sem þeir gáfu upp þegar þeir lögðu inn beiðnina (sölutækifæri), eða viðskiptavinir geta leitað beint til viðurkennds MG-söluaðila til að leggja inn forpöntun og skrifa undir forpöntunarsamning.
- Viðskiptavinir ganga frá forpöntun með því að gera samning um forpöntun við viðkomandi viðurkenndan söluaðila MG og greiða afturkræfa fyrirframgreiðslu sem nemur 50.000 kr.-.
- Með því að leggja inn forpöntun tryggja viðskiptavinirnir sér forgang, án skuldbindinga, til að kaupa MG4 Electric-bíl sem er ekki enn fáanlegur og verður framleiddur í takmörkuðu magni.
- Viðskiptavinir tryggja sér ekki sérstakan MG4-rafbíl. Forpöntunin gerir viðskiptavinum kleift að ganga frá kaupsamningi um MG4-rafbíl með snemmbúinni afhendingu og vera meðal þeirra fyrstu sem aka MG4 Electric í Evrópu. Þar að auki þurfa þeir sem forpanta MG4 ekki að greiða aukalega fyrir málmlit (verðmæti: 120.000 kr.-).
- Opnað verður fyrir forpantanir þegar viðkomandi kynningarsíða fer í loftið og þeim lýkur 12. september 2022 án þess að nokkrar takmarkanir séu á fjölda forpantana.
- Áður en viðskiptavinir undirrita lagalega bindandi kaupsamning við viðurkenndan söluaðila MG um kaup á MG4 Electric geta viðskiptavinir, sem og söluaðilarnir, rift forpöntunarsamningnum hvenær sem er án nokkurra gjalda, og þá verður fyrirframgreiðslan endurgreidd innan 10 virkra daga.
- Fjöldaframleiðsla á MG4 Electric ætti að hefjast í júlí 2022 og búist er við fyrstu afhendingum til viðskiptavina í október 2022. Taka skal fram að engir afhendingardagar séu bindandi.
Skilyrði fyrir forpöntun
Athugið að forpöntunarferlið fer fram samkvæmt tilteknum skilyrðum. Forpöntunarsamningnum fylgja ákveðnar kröfur. Meginskilyrðin eru talin upp hér á eftir. Frekari upplýsingar má finna í forpöntunarsamningnum.
- Aðeins endanlegir viðskiptavinir eru gjaldgengir til að taka þátt í forpöntunarferlinu. Viðskiptavinur telst „endanlegur viðskiptavinur“ ef hann forpantar og kaupir MG4 ekki til endursölu.
- Endanlegir viðskiptavinir verða að vera búsettir á Evrópska efnahagssvæðinu og ef um einstaklinga er að ræða, að vera a.m.k. 18 ára gamlir.
- Til að ljúka forpöntun þarf viðskiptavinurinn að ganga frá forpöntunarsamningnum með fyrirframgreiðslu á framangreindri upphæð innan greiðslufrestsins samkvæmt reikningi frá viðurkenndum söluaðila MG.
- Fyrirframgreiðslan verður endurgreidd að fullu ef viðskiptavinurinn og/eða viðurkenndur söluaðili MG segir upp forpöntunarsamningnum.
- Fyrirframgreiðslan er einnig endurgreidd að fullu ef lagalega bindandi kaupsamningi um MG4 Electric er rift.
- Endanlegt kaupverð er samkvæmt kaupsamningnum um MG4 Electric. Þegar kaupsamningurinn er orðinn lagalega bindandi verður litið á fyrirframgreiðsluna sem innborgun og hún dregin frá kaupverðinu.
- Vörurnar geta verið örlítið frábrugðnar myndunum sem sýndar eru. Myndirnar af MG4 á viðkomandi vefsíðum um MG eru aðeins til skreytingar.
- Litir, tæknilegir eiginleikar og búnaður MG4 Electric sem sést á viðkomandi vefsíðum eru aðeins dæmi. Þetta er ef til vill ekki staðalbúnaður eða fáanlegt fyrir gerðirnar sem viðskiptavinir velja og getur breyst hvenær sem er.
- Persónuupplýsingar viðskiptavina skal nota í samræmi við gildandi lög og reglugerðir um gagnavernd og í samræmi við persónuverndarstefnu MG, sem lesa má á eftirfarandi tengli: www.mgmotor.eu/is-IS/privacy-notice/website